Hvað er Mathalla?

Mathalla gerir fyrirtækjum kleift að bjóða viðskiptavinum sýnum afslætti á auðveldan hátt. Á sama tíma veitir Mathalla nytsamlegar tölfræðiupplýsingar um markhópinn.

Vildarpunktar

Viðskiptavinir geta skannað QR kóða á kvittunum sínum og fá þá vildarpunkta sem þeir geta notað í næstu viðskiptum.

Hvernig virkar Mathalla?

Ferlið fyrir viðskiptavini er nokkuð einfalt. Með því að skanna QR kóða á kvittun opnast hún í appinu, en á sama tíma fær viðskiptavinurinn vildarpunkta. Til þess að nota vildarpunktana er annaðhvort hægt að stimpla afsláttarkóðann sem verður til í appinu inn á sölusíðu fyrirtækisins eða einfaldlega sýna starfmanni hann á staðnum.